Taflborðs lyklakippa
Ég var ábyrgur fyrir taflmanna hausunum sem áttu að passa inn í borðið. Þegar Sveinn var búin að fræsa það út sendi hann á mig hver breiddinn á þeim ætti að vera til að þeir mundu passa í festinguna.
Skölun
Ég byrjaði á að reyna að gera tafl hausa teikningarnar parametrískt tengdar breidd og lengd á umgjarðarinar og festingarinar. Það var reyndist ómögulegt að fá hausanna til að færast til að halda staðsetningu. Ég eyddi öllum festingum og mælingum. Náði að gera hausana skalast útfrá parameter sem hét skölun en þeir færðust ekki með umgjörðinni.
Work smarter not harder
Tók objectanna og skalaði þá til að passa við mælingar frá sveini
Skalaði þá helmingi minna í z-a ásnum til að þeir mundu sitja í götunum sínum í stað þess að fylla þau alveg.
Gat fyrir lyklakippu
Þar sem taflborðs hausarnir verða 3dprentaðir getum við búið til göng inni þeim.
Á botnfleti hausana gerði ég hring fyri gatið. Á topp flötin teiknaði ég svo annan hring með sama ummál og lyklakippa. Færði hringinn fyrir neðan botninn og notaði sweep path fyrir hringinn á botninum eftir ferli hringsins á framhliðinni. Þá erum við komin með gat sem lyklakippa passar í á hausunum.
3D prentun
Þar sem hausarnir eru flatir og fremur stöðugir þarf ekki mikið af supports. Þó er gatið holt og höfum við supports þar inni. Prusaslicer tekur við stl fileum frá fusion sem ég raðaði í ferhyrning. Því næst er að setja infyllið. Ég hélt mig bara við 15% þar sem þeir eru nægilega þykkir til að brotna ekki og kostur að hafa þá léttari en þyngri þar sem þeir verða festir við lyklakippu. Prentið tók um einn og hálfan tíma
Verkþættir | Skölun | Gat fyrir lyklakippu | 3D prentun | Uppfæravefsíðu |
---|---|---|---|---|
Tími í mínútum: | 240 | 30 | 90 | 120 |