Verkefni 2
Þessi síða inniheldur efni um verkefni 2 í tölvustuddriframleiðslu
VÉL608G
Vinylskurður
Að skera út límmiða með Roland GS-24 reyndist lítið sem ekkert mál undir handleiðslu Hafliða. Að sækja .svg mynd af github repo fyrir þessa síðu vibba henni á USB-kubb, 256gb og alles. Svo er bara að stinga honum inn. Getur reynst sumum meira mál en öðrum, minn smellpassaði. Þá er bara að henda hausútlínunum í gamla góða inkscapeið. Setja line thickness í 0.02 og scala upp myndina. Loka stærðin var 5cm risi. Þá 5cm í breidd og 8cm í hæð
Að vera með límmiða á fartölvunni sinni getur gefið lífinu lit. Of mikið er þó afar ósmekklegt. Einnig vill maður ekki líma hvað sem er aftaná. Marga límmiðina á ég heima oní skúffu og þó er ég efins um að líma þá á eitt né neitt. Hvað standa þeir fyrir og stend ég með því? Svari hver fyrir sig en að líma min eigin límmiða. Það get ég og nú hef ég gert. Takk fyrir mig.

Parametrísk hönnun fyrir pressfit
Verkefnið felst í því að hanna þrívíðan hlut sem á að vera settur saman með pressfit tengingum. Á að minnstakosti þrem stöðum og helst með þrem mismunandi gerðum af tengingum. Hönnunin þarf að vera parametrískt því þykkt plötu sem á að notast við í pressfitinu er breytileg og hefur það áhrif á festingarnar sem notast við þykktina.Hvað er pressfit
Pressfit er tenging sem helst saman að mestu úr núningi og spennu. Ég fann mynd af netinu þar sem sýnt er mynd af mismunandi pressfit tengingum.
Hönnuninn
Mig vantar eitthvað til að henga herða tré á til að geyma hinar ýmsu flíkur í loftinu. Með það til hliðsjónar að við þurfum að hafa þrjá tengi punkta og helst þrjár mismunandi tengingar. Hanna ég einhverskonar hangi apparat úr 4 teikningum með tengingunum sem ég valdi af fyrri mynd.





Kerf mælingarnar

Verkþættir | Kerf mælingar | Vinylskurður | Læra um pressfit | Parametrísk hönnun | Laserskurður og samsettning | Vefsíða | Heild |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Tími í mínútum: | 120 | 60 | 30 | 180 | 120 | 90 | 600 |